Heimkoma by Krauka

1. Brjostbyrta - Icelandic
Best er að drekka brennivín
og bindindinu að fljeyja
Heyruru ekki heillin mín
Hvað ég að seigja
Að drekka vín er daglegt hnoss
það deyfir sorg og trega
það er eins og konu koss
kystur mátulega
Nú er kjæti hugar hreyfð
hverfa látum trega
Vínið bætir dreinjum deyfð
drukkið mátulega
Ég við mína sálu sver
síst skal undan hopa
Glaður ég til fjandans fer
fyrir wískí sopa
Á sunnu dögum sýp ég vín
samkvæmt manna lögum
þess vegna er ég miður mín
á mánu og þriðjudögum
Visna rósir blikna blóm
björtum deigi hallar
vinir farnir flaskan tóm
feygnar vonir allar
2. Stór og sterkur - Icelandic
Ég er stór og sterkur
af öllum mönnum ber
Mestur allra víkinga
á landi hér
Væn er ég yfirliti
og ljóshærður
Rétt er á mér nefið
og upphafið framan vert
Bláeygður og snareygður
rjóðar kinnar hef
Mikið og gult er hárið
og kurteis er
harðgerður í öllu
og ráðhollur
einginn er minn jafningi
í leikjum alla hef
snillingur með boga
hæfi alt er sér
sveifla best með sverði
sem .rjú á lotti sé
hegg með báðum höndum
spjóti skýt ég vel
fram og aftur í herklæðum
hæð mína hoppa ég
sindur eins og selur
best vígull er
örlögum mínum seldur
fögur hlíðin er
kvenna fríðust langbrók
hárið mikið er
brestur bogastreingur
ég veit hver konan er
3. Mannsöngur - Icelandic
Mín að telja afrek öll
ekki er nokkur vegur
ég hef ýstru ég hef böll
ég er æðislegur
þegar sólin sígur dags
sveiðar bólin myrkur
undir kjólinn leitar lags
lífsins drjólinn styrkur
yngissveinn hann fer á fjöll
finnur sprund í leynum
stúlka ein er elskar böll
eignast brund af sveinum
öllum meyjum upp í loft
ástin snýr í skyndi
fíkjublöðin fjúka oft
í freistinganna vindi
þú ert aldrei stundvís snót
snuðra þarftur víða
þér ég bíð með böll í mót
búin til að ríða
sjálfa fjöll og skriðu föll
skrímslin öll sig hræra
kempan snjöll með ríðu böll
kmeur í höllu læra
leggðu böll í læra höll
svo leiki fjöll á þræði
lát svö öll þau ógnar spjöll
upp í snjöllu kvæði
teygði hún á mér tittlinginn
til þess að mér stæði
gat hann þó eigi gengið inn
grétum við þá bæði
ungum var mér ekki rótt
eldur brann í holdi
átta hopp á einni nótt
ágætlega þoldi
þrælslega hefur þjakað mig
þessi næturleikur
tittlings greyið á mér er
eins og fífu kveikur
úti er mitt æskuskeið
eigi blund á festi
ef ég fæ mér eina reið
á átta daga fresti
þó greddu fjandinn mæddi mig
marg oft var þar vandi
nú kemst ég ekki upp á þig
elli árans fjandi
4. Ákall - Icelandic
Heyrið Æsir heyrið Ásynju
heyrið Álvar og menn
heyrið Viktar og Völvur
forfeður og formæður
“Frumkraftur allur
frumkraftar allir”
opnast þá vetrat næturnar……….
5. Heimkoma - Icelandic
Víkinga tógtir
þar var mikinn farið
útrás mikil
auður góður
sætur sigur á vörum
eftir hríðir harðar
blóðugur er brandur
sárum mörgum særður
er leitar hugur heim
er leitar hugur heim
yfir lág og lögu
gegnum storma hafsins
yfir fjöllin háu
gegnum græna skóga
inn í dalinn djúpa
inn í bæinn hlýja
með fangið fullt af gulli
færi ég þér
er leitar hugur heim
er leitar hugur heim
6. Göngur - Icelandic
Labbandi leitandi lamba
löng er einbúans leið
Undir hömrunum háu
heldur á göngustaf
opnast í myrkrinu hellir,
eldur inni þar skín
skessan á sænginni situr
syngur komdu til mín
rökkrinu fer að fenna
freðin er jörð og él
gengur um holt og hæðir
hræðist gljúfur og gil
bröltandi bóndi í bylnum
berst áfram þó bæti í vind
freistandi opið er fjallið
að lifa er ekki synd
opnast í myrkrinu hellir
eldur inni þar skín
situr skessan og syngur
ástin komdu til mín
bóndinn hann gengur í fjallið
í tröllkonu faðminn hann féll
ástanna nýtur og skjóls
grjót fyrir munnan féll.
7. Bláskel - Icelandic
Rífur í reyðan og seglið rifnar
borthætt er bláskel briminu í
Örlög les úr flugi máva
skellur sær á dranga háa
ber hann boða og kletta skorur
blásvartur er suðupottur
brothætt er bláskel briminu í
Feyðandi sjórinn fullur feigðar
fargast fley í brimi köldu
brotna í spón á sjávarströndu
í votri gröf þar seglin fögru
brothætt er bláskel briminu í
8. Angantýr - Icelandic
Brandinn hann skal sækja
spjót og skjöld taka fram
inn í slaginn æða
fram nú fara með vígamóð
rekið skal nú saxið inn
drepa skal hann Angantýr
í valnum skal hann liggja
og þar honum út blæða
höggva mann og annann
berjast áfram, sækja fram
liðið leggja í valinn
blóðið drýpur brandi af
læðist burt úr valnum
heigull huglaus kappinn
í valnum flokkur fríður
vopna gnýgur, falla menn
hvergi finnst í valnum
kappinn mikli Angantýr
reka skal nú saxið inn.
9. Vargar - Icelandic
Vargar ráðast þá á
rupla og ræna öllu sem þeir sjá
verjast saman í sátt
berjast allir dvergarnir brátt
öskra ósjálfrátt
dvergarnir sýna baráttu mátt
dvergarnir skjaldborgum í
vígreifir standa styttist nú bið
veita vargar nú hríð
dvergarnir arga komin er tíð
blóðrússi dverga lið
vörgum veita engum nú grið
argandi öskrandi
renna þar saman vígaleg lið
skjöldum skellandi
stinga og höggv þetta er stríð
böðlar drepandi
dvergar gefa vörgum ei grið
blóðið spýtist úr sárum aumum
rennur um valinn í stríðum straumum
í sigurrússi dvergar arga
sjá nú allir hrafnar garga.
10. Fimir fætur - Icelandic
Dansa nú báðir fætur
svo hratt sem augað sér
á snúningum hef ég mætur
svona skemmti ég mér
feykjast nú pilsafaldar
léttar á dansins fjölum
stúlkurnar ekki taldar
dunar dans í dölum
hraðar fer nú dansinn
verðum að vera með
hugur minn er fanginn
glatt er guma geð
ótt í gegnum nóttu
flýgur dansinn hér
faðmlaganna njóttu
saman hér með mér.
Tracklist
| 1. | Brjóstbyrta | 4:16 |
| 2. | Stór og Sterkur | 3:41 |
| 3. | Man söngur | 4:18 |
| 4. | Ákall | 3:27 |
| 5. | Heimkoma | 4:19 |
| 6. | Göngur | 3:56 |
| 7. | Bláskél | 4:51 |
| 8. | Angantýr | 4:36 |
| 9. | Vargar | 3:29 |
| 10. | Fimir Fætur | 2:49 |







